[x]
15. apríl 2005

ÍSOR semur um kaup á nýjum borholumælingabíl

Íslenskar orkurannsóknir hafa samið við Heklu um kaup á nýjum Scania P340 4x4 bíl til borholumælinga. Bíllinn verður sendur til Kanada þar sem DynaWinch setur á hann sérsmíðaðan búnað. Framundan eru miklar annir í mælingum bæði vegna mikilla borana svo og við eftirlitsmælingar vegna reksturs tveggja nýrra gufuaflsvirkjana. Á myndinni handsala Bjarni Arnarson sölumaður Heklu og Ólafur G Flóvenz forstjóri ÍSOR, samninginn hjá Ríkiskaupum.