[x]
25. apríl 2007

ÍSOR ráðgjafi í verkefnum IAE

Orkufyrirtækið Iceland America Energy, sem er að mestum hluta í eigu íslenska fyrirtækisins Enex, hefur samið um smíði og rekstur á 50 MW gufuaflsvirkjun í Kaliforníu og samningar um að leggja hitaveitu á tveimur stórum skíðasvæðum í sama ríki eru á lokastigi auk þess sem fleiri verkefni eru í pípunum. Byrjað verður á fyrstu borholunni vegna virkjunarinnar í sumar og er stefnt að því að bæði virkjunin og hitaveitan verði komnar í gagnið fyrir árslok 2010. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag. Sérfræðingar ÍSOR hafa yfirfarið ýmis gögn varðandi gufuaflsvirkjunina og eru IAE til ráðgjafar í málinu.