[x]
14. desemeber 2005

ÍSOR á haustráðstefnu AGU, San Francisco, dagana 5-10 desember 2005.

Að þessu sinni lögðust fjórir vísindamenn frá Íslenskum orkurannsóknum í víking alla leið til San Francisco á hina heimsfrægu haustráðstefnu AGU (American Geophysical Union) sem er þar haldin ár hvert. Þetta árið mættu ríflega 10.400 manns á ráðstefnuna og voru erindi og veggspjöld ríflega 11.144 og skiptust þau niður í 23 flokka. Kristján Sæmundsson, Bjarni Richter, Bjarni Gautason og Guðmundur Ómar Friðleifsson kynntu þar mjög áhugaverð rannsóknarverkefni. Guðmundur Ómar fjallaði um djúpborunarverkefnið, Bjarni Gautason um Arnarnesstrýturnar (sem ameríkanar áttu í mesta basli við að bera fram) og Bjarni Richter um nýjustu niðurstöður í tengslum við hafsbotnsrannsóknir úti fyrir norðurlandi.Allmargir Íslendingar voru á ráðstefnunni að þessu sinni og komu þeir frá Raunvísindastofnun Háskólans, Jarðvísindastofnun Háskólans, Norræna eldfjallasetrinu, Hafrannsóknarstofnuninni, Náttúrufræðistofu Suðurlands og Veðurstofu Íslands o.fl. auk ÍSOR. Líklega vel á annan tug íslenskra vísindamanna. Má segja að miðað við höfðatölu hafi Íslendingar verið langflestir.