[x]
12. desemeber 2008

ÍSOR á haustfundi AGU í San Fransisco

AGU (American Geophysical Union) stendur árlega fyrir stórri ráðstefnu eða „haustfundi“ í San Fransisco. Þar er fjallað um öll viðfangsefni jarðvísindanna. Þessi ráðstefna stendur í fimm daga og er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Hún hefur náð miklum vinsældum meðal jarðvísindamanna en undanfarin ár hafa milli 10 og 15 þúsund gestir sótt ráðstefnuna ár hvert.

ÍSOR hefur átt fulltrúa á þessari ráðstefnu undanfarin ár og hér fyrir neðan má sjá úrdrátt úr þeim erindum sem starfsmenn ÍSOR eiga þátt í. Erindin fjalla um ólík efni allt frá kvikuhreyfingum í neðri skorpu og frjósemi möttulstróksins undir landinu til samsæta liþíums (Li) í jarðhitavatni og ummyndunarsteinda í basalti í jafnvægi við vatn í yfirmarksástandi.

Starfsmenn ÍSOR sækja alþjóðlegar ráðstefnur reglulega til að kynna niðurstöður rannsókna sinna og til að fylgjast með framförum á sínum fagsviðum. Þetta er nauðsynlegur þáttur í því að halda ÍSOR, sem rannsóknarstofnun, í fremstu röð.

Ráðstefnan er frá 15.-19. desember.

  • Geophysical Evidence for Magmatic Transport in the Lower Crust in Iceland
  • Fertility Pulses in the Iceland Plume
  • Lithium Isotopes in Geothermal Fluids from Iceland
  • The Iceland Deep Drilling Project (IDDP): (I) Drilling for Supercritical Hydrothermal Fluids is Underway
  • The Iceland Deep Drilling Project (IDDP): (II) Isotopic Constraints on Ice Age Hydrothermal Fluids in Active High-Temperature Geothermal Systems
  • The Iceland Deep Drilling Project: (III) Evidence for amphibolite grade contact metamorphism in an active geothermal system