[x]
8. maí 2015

ÍSOR er fyrirmyndarstofnun 2015

Benedikt Steingrímsson tekur við viðurkenningu í HörpuÍSOR hefur hlotið sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun en það var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 7. maí. Þá voru kynntar niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 en hún var unnin af Gallup í samstarfi við VR, SFR og efnahags- og fjármálaráðuneytið. ÍSOR varð í 4. sæti í flokki stofnana með yfir 50 starfsmenn og hefur hækkað um 12 sæti milli ára. Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu og ímynd stofnunar.