[x]
15. febrúar 2013

Íslenskir vísindamenn hljóta lof fyrir skrif um jarðhita

Höfundar jarðhitahlutans í  fræðsluverkinu um endurnýjanlega orku.Í sumar kom út hjá Elsevier forlaginu í Oxford átta binda fræðsluverk um endurnýjanlega orku. Verkið hlaut á dögunum hin viðurkenndu PROSE verðlaun sem veitt eru fyrir stór alfræðirit. Verkið spannar alla endurnýjanlega orku og er heilt bindi í verkinu helgað jarðhita. Sex jarðvísindamenn frá ÍSOR tóku þátt í verkinu undir ritstjórn Þorsteins I. Sigfússonar prófessors og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Á fundi í Washington í vikunni tilkynnti Samband bankarískra útgefenda að verkið hefði hlotið hin viðurkenndu PROSE verðlaun sem veitt eru fyrir stór margra binda alfræðirit.
Heildarverkið er á fimmta þúsund síður og bindið um jarðhita er 300 blaðsíður að stærð. Aðalritstjóri verksins var próf. Ali Sayigh hjá Háskólanum Southampton í Bretlandi. Bindið er borið uppi af köflum rituðum af íslenskum vísinda- og tæknimönnum.  Höfundar eru Guðni Axelsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ólafur G. Flóvenz, Gylfi Páll Hersir, Kristján Sæmundsson, Sigrún N. Karlsdóttir, Halldór Ármannsson, Þráinn  Friðriksson, Helga Kristjánsdóttir, Ásgeir Margeirsson og Þorsteinn I. Sigfússon.
Meðal annarra höfunda i bókinni eru Ronald diPippo, Lad Rybach og John Lund.

Landsbókasafn – háskólabókasafn hefur tekið verkið í safnkost sinn og verður það varðveitt á Íslandsdeild safnsins.  Þorsteinn Ingi Sigfússon, ritstjóri jarðhitabindisins, sagði við kynningu á verkinu í Landsbókasafni að PROSE viðurkenningin væri kærkomin og bókin bæri vitnisburð um hvað íslenskir vísindamenn standi framarlega á þessu sviði.