[x]
28. september 2004

Íslendingar taka þátt í átaki til rafmagnsframleiðslu úr jarðhita í Austur Afríku.

Íslendingar taka þátt í átaki til rafmagnsframleiðslu úr jarðhita í Austur Afríku.Í kjölfar ráðstefnu um jarhita sem haldin var í Nairobi í Kenya í fyrra, hefur verið unnið að undirbúningiátaks til að ýta undir nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu í Austur Afríku. Að frumkvæðiUNEP (United Nations Environmental Programme) og GEF (Global EnivironmentalFacility) er nú verið að skilgreina verkefni sem kallað er ARGEo (African Rift Geothermal Facility).Verkefnið nær til Kenya, Ethiopiu, Djibouti, Eritreu, Uganda og Tanzaniu. Öll þessi lönd hafaverulega möguleika á nýtingu jarðhita. Kenya framleiðir þegar þónokkurn hluta af raforku sinnimeð jarðhitavirkjunum.Verkefnið verður fjölþjóðlegt samvinnuverkefni. Að því koma, auk heimamanna, öflugaralþjóðlegar bankastofnanir og ýmsar stofnanir sem vinna að þróunarmálum í Austur Afríku.Af hálfu Íslands taka Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og Jarðhitaskóli Sameinuðuþjóðanna þátt í átakinu. Starfsmenn ÍSOR hafa, og munu í framtíðinni, starfa bæði beint aðverkefnum styrktum af Íslands hálfu (ÞSSÍ) og sem ráðgjafar í jarðhitamálum. Stór þáttur íverkefninu er að byggja upp færni í nýtingu jarðhita og þar leikur Jarðhitaskólinn lykilhlutverk.