[x]
19. ágúst 2011

Innri gerð jarðhitakerfa - námskeið 27. ágúst

Laugardaginn 27. ágúst verður haldið opið námskeið um innri gerð jarðhitakerfa og er yfirskriftin „Deep Roots of Geothermal Systems“.


Námskeiðið verður haldið á Hótel Hengli, Nesjavöllum og byrjar kl. 9. Námskeiðið fer fram á ensku og er öllu áhugasömu jarðvísindafólki velkomið að taka þátt í því. Nánari lýsingu má finna í meðfylgjandi PDF-skjali. Skráning er hjá jarðhitaklasanum GEORG, georg@orkugardur.is
 

Dagskrá


9.00-  9.45           Geothermal systems, Deep root physics. Problem statement and state of the art - Jónas Elíasson
9.45-11:00           Conceptualizing stress and permeability fields in deep roots of geothermal systems - Grímur Björnsson & Steve Hickman
11.00-11.20        Coffee break
11.20-12.10        Enhanced Geothermal Energy Systems - on-going case studies in middle Europe - Ernst Huenges
12.10-13.30        Lunch break
13.30-14.30       To be announced -Thomas Driesner
14.00-14.30       The Iceland Deep Drilling Project (IDDP)   Drilling into Supercritical Geothermal Systems (SGS) - Guðmudur Ómar Friðleifsson
14.30-15.00        Deep Root Chemistry - Andri Stefánsson
15.00-17.00       Coffee and discussions.

 

Þetta opna námskeið er hluti af sumarnámskeiði sem ber yfirskriftina „Hydrothermal systems and energy“ sem haldið er á vegum Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Það  fer fram dagana 22. ágúst til 28. ágúst. Á meðal skipuleggjenda sumarnámskeiðsins er Anette K. Mortensen, jarðfræðingur hjá ÍSOR. Einnig verður Knútur Árnason jarðeðlisfræðingur með erindi og jarðfræðingurinn Sigurður G. Kristinsson með fræðsluferð.

Frekari upplýsingar um námskeiðið má fá á vef Norrænu eldfjallastöðvarinnar.