[x]
8. september 2006

I-GET vinnufundur á ÍSOR

Dagana 30. og 31. ágúst var haldinn vinnufundur í hinum svonefnda I-GET verkefni. Verkefnið, sem er fjölþjóðlegt samvinnuverkefni og styrkt af Evrópusambandinu,  miðar að því að þróa og reyna jarðeðlisfræðilegar aðferðir til að finna og kortleggja jarðhita djúpt í jörðu. Auk ÍSOR koma að verkefninu jarðvísindastofnanir of fyrirtæki frá Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi, Sviss, Grikklandi og Póllandi. Skilgreind voru þrjú tilraunasvæði: Larderello jarðhitasvæðið á Ítalíu, Gross Schönebeck í Þýskalandi og Hengilssvæðið á Íslandi.Á þessum svæðum hafa verið gerðar tilraunamælingar (viðnámsmælingar sem sjá djúpt í jorðu, skjálfta- og hljóðsveiflumælingar). Megin efni fundarins var að kynna allra fyrstu niðurstöður þeirra. Þá voru einnig kynntar fyrstu niðurstöður mælinga í tilraunastofu á eðliseiginleikum bergs við mjög háan hita og þrýsting eins er til staðar djúpt í háhitakerfum. Auk íslenskra þáttakenda sóttu rúmlega 20 erlendir jarðvísindamenn fundinn. Á fundinum fóru fram mjög gagnleg skoðanaskipti. Samstarf sem þetta er mjög mikilvægt fyrir framþróun í nýtingu jarðhita hérlendis.