Afmælisráðstefna ÍSOR var haldin fimmtudaginn 23. maí 2013 á Grand Hótel. Ráðstefnan var haldin í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, voru stofnaðar með lögum frá Alþingi en skipulegar orku- og jarðvísindarannsóknir hafa staðið samfellt frá árinu 1945.
Hægt er að horfa á upptökur frá afmælisráðstefnunni með því að velja hvern fyrirlestur og fyrirlesara fyrir sig hér að neðan.
Dagskrá:
Setning,
Sigrún Traustadóttir, stjórnarformaður ÍSOR
Hagkerfi hreinnar orku,
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Ávinningur þjóðarinnar af nýtingu orkulindanna,
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Starfsemi og hlutverk ÍSOR í orku- og umhverfisrannsóknum,
Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR
The role of geothermal energy in the future global energy budget,
Prófessor Jefferson W. Tester, Director Cornell Energy Institute, Cornell University
Jarðhitaauðlind Íslands – Hve stór er hún og hversu vel þekkjum við hana?,
Sæunn Halldórsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR
Nýting jarðhita – tækifæri og takmarkanir,
Árni Ragnarsson, verkfræðingur hjá ÍSOR
Fundarstjóri: Ingibjörg Kaldal, deildarstjóri jarðfræði og umhverfismála hjá ÍSOR