[x]
14. desemeber 2004

Hreinsun á Þelamörk

Undanfarna daga hefur staðið yfir hreinsun á LÞN-10, einni af vinnsluholum Norðurorku. LÞN-10 á Laugalandi á Þelamörk var upphaflega boruð sumarið 1992 í rúmlega 900 m dýpi. Tíu árum síðar var hún dýpkuð verulega og sveigð til vesturs til að freista þess að ná í heitt vatn á verulegu dýpi. Það tókst og var holan virkjuð og afkastaði að jafnaði um 20 L/s af 103°C heitu vatni. Er þetta eina holan í Eyjafirði með svo heitt vatn. Eftir 2 ára rekstur fór að bera á kenjóttri hegðun og skertum afköstum holunnar. Sýnt þótti að holan væri að stíflast, líklega vegna hruns. Því var ráðist í hreinsun holunnar og hefur sú aðgerð gengið vel fram að þessu. Stífla reyndist vera í holunni á um 820 m dýpi. Sett var steypa í holuna til að styðja við óstöðug jarðlög á 810 til 820 m dýpi og holan síðan hreinsuð í botn. Nú er verið að slaka niður sk. leiðara sem er eins konar sogrör sem tryggir aðgang að gjöfulum æðum á 1670 m dýpi.