[x]
21. júlí 2003

Heitavatnsleit í Grímsey

Nú stendur yfir jarðhitaleit í Grímsey. Eyjan er nærri eldgosa- og sprungubelti og sjálf er hún skorin af misgengissprungum. Þar gæti verið að finna heitt vatn, eflaust þó sjóblandað ef ekki heitan sjó. Boraðar eru grunnar holur, um og innan við 100 m djúpar, og mælt hversu ört hiti í þeim hækkar með dýpi. Þannig fæst hitastigull og út frá honum er dæmt um jarðhitalíkur. Tveim holum er lokið. Þær eru báðar 80 m djúpar. Hitastigull í þeim er nokkuð hár, eða á bilinu 16-19°C/100 m. Unnið er að borun þriðju holunnar norðvestan til á eyjunni. Rannsókn þessari er ekki svo langt komið að hægt sé að sjá eiginlegt hitafrávik. Ef slíkt finnst kæmi fyrst til álita að bora djúpa holu í von um að finna heitan sjó eða sjóblöndu.