[x]
6. apríl 2005

Heitavatnsborun á Berserkseyri

Á Berserkseyri lætur sveitarfélagið Grundarfjörður bora eftir heitu vatni. Holan er niðri við sjó, og borað er á ská með 27° halla frá lóðlínu til að ná sprungum með heitu vatni þar úti fyrir. Sprungunni sem er nær landi var náð nú um helgina á 380 m dýpi. Úr holunni fengust þá 20-30 l/s af 80°C heitu vatni við um 100 m niðurdrátt vatnsborðs. Ytri sprungan er 390 m frá borstað á landi. Haldist hallinn verður henni náð á um það bil 1000 m dýpi. Vatnið í jarðhitakerfinu á Berserkseyri er kolsýruríkt og vandkvæði á nýtingu þess vegna tæringar- og útfellingahættu. SN-124 sýnir borstaðinn. Ný brú yfir Kolgrafafjörð stytti leið frá borstað til Grundarfjarðar um 6-7 km. Jarðborinn Trölli frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða borar holuna. Hún er fóðruð með 10” röri í 170 m dýpi.