[x]
5. október 2007

Haustþing Jarðhitafélags Íslands

Jarðhitafélag Íslands heldur haustþing sitt um alþjóðlega þróun og horfur á sviði jarðhitanýtingar, þriðjudaginn 9. október í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.
Þingið er haldið í tengslum við aðalfund Alþjóða jarðhitafélagsins (International Geothermal Association – IGA) og verða öll erindi á ensku.
Þátttaka tilkynnist til Samorku s. 588 4430 eða the@samorka.is