[x]
18. október 2011

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands um jarðhita og orkumál

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin þann 21.október 2011, í sal Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti.

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands er að þessu sinni tileinkuð jarðhita og orkumálum og verður Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hjá ÍSOR, heiðursgestur ráðstefnunnar. Fjölmargir úr starfsliði ÍSOR verða með framlag á ráðstefnunni um verkefni og rannsóknir sem unnin hafa verið á undanförnum árum.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.jfi.is