[x]
20. nóvember 2015

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 20. nóvember

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin föstudaginn 20. nóvember í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, kl. 8.30 – 17.00. Þema ráðstefnunnar er Jöklar og laus jarðlög, heiðursgestir eru þau Guðrún Larsen, Kjartan Thors og Oddur Sigurðsson. Tvö erindi eru frá jarðfræðingum ÍSOR þeim Ögmundi Erlendssyni og Árna Hjartarsyni:

Ögmundur Erlendsson fjallar um 14C aldursgreiningar á jurtaleifum frá Breiðamerkur- og Skeiðarársandi varpa ljósi á umhverfisbreytingar á Nútíma.
Árni Hjartarson flytur erindi um Jöklun á landgrunninu.

Dagskrána í heild má sjá á vef Jarðfræðafélagsins.