[x]
23. nóvember 2004

Haustfundur Jarðfræðafélagsins í Öskju

Hugmyndin er að kynna rannsóknir á landgrunni Íslands. Hafsbotnsrannsóknir snúast um samspil lífræði og jarðfræði og þá tengingu væri ágætt að styrkja enn frekar. Á fundinum verða kynntar bæði þær rannsóknir sem eru í gangi og þau rannsóknartæki sem til eru í landinu.Einnig verður tækifærið nýtt og hvatt til enn meiri samvinnu mismunandi rannsóknarhópa á þverfaglegum grundvelli.Að lokum hvetjum við sem flesta til að koma með ný og eldri veggspjöld er snúa að hafsbotnsrannsóknum við Ísland og er ekki krafist ágripa með þeim.  Dagskráin fundarins:HAFSBOTNSRANNSÓKNIR Á  LANDGRUNNI ÍSLANDS  24. nóv. í  Öskju, Kl. 13:30 – 19:00  13:30 – 13:35  Ráðstefnan sett    13:35 – 13:50  Kortlagning hafsbotns með fjölgeisladýptarmæli  Guðrún Helgadóttir, Hafrannsóknastofnunin  Kynning á fjölgeisladýptarmælingum Hafrannsóknastofnunarinnar, sem gerðar hafa verið síðan rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til landsins árið 2000.    13:50 – 14:05  Rof við landgrunnsbrún suður af Mýrdal og Mýrdalssandi  Einar Kjartansson, Hafrannsóknastofnunin.  Dýptargögn sem safnað var með fjölgeislamæli í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni haustin 2000 og 2001, sýna ummerki um stórfellt rof á setlögum við landgrunnsbrúnina. Svæðið er skorið af kerfi neðansjávargljúfra. Styrkur endurkasts bendir til að sum séu virk sem farvegir eðjustrauma en önnur óvirk. Hægt er að rekja þessi gljúfur langt suður í haf. Líklegt er að rofið tengist eldvirkni í eystra gosbeltinu á ísöld.   14:05 – 14:25  Strýturnar í Eyjafirði. Jarðfræði, jarðhiti og örveruflóra  Hrefna Kristmannsdóttir, Háskólanum á Akureyri og Viggó Þór Marteinsson, Prokaria.  Um rannsóknir á uppbyggingu og gerð strýtnanna út af Ystuvíkurhólum í Eyjafirði, jarðhitavatninu sem úr þeim streymir, gerð og uppruna örveranna sem þrífast í þeim og tengslum strýtnanna við jarðhitavirkni í Eyjafirði, á landi og legi. Jafnframt verður fjallað um rannsóknir á öðrum neðansjávarhverum við Ísland og áætlanir um frekari rannsóknir á slíkum fyrirbærum.   14:25 – 14:45  Arnarnesstrýtur. Virkar neðansjávarstrýtur út af Arnarnesi í Eyjafirði og möguleg tengsl þeirra við jarðhitakerfið á Arnarnesi.  Bjarni Gautason, Íslenskar orkurannsóknir/HA, Hreiðar Þór Valtýsson, Hafrannsókna-stofnunin/HA, Ásgrímur Ásgrímsson, Landhelgisgæslunni o.fl.  Sagt verður frá nýlegum fundi virkra neðansjávarstrýtna við Arnarnes, í vestanverðum Eyjafirði. Fjallað verður almennt um strýturnar og lífríkið í nágrenni þeirra, jarðhitauppstreymið og möguleg tengsl við jarðhitakerfið á Arnarnesi.    14:45 – 15:00  Kaffi og veggspjöld    15:00 – 15:20  Hafsbotnsrannsóknir: Landkönnun 21. aldarinnar  Bryndís Brandsdóttir, Jarðvísindastofnun Háskólans og Bjarni Richter, Íslenskum orkurannsóknum.  Fjallað verður um jarðskorpuhreyfingar, sprungur, setmyndun, botnform og jarðhita í Tjörnesbrotabeltinu út frá upplýsingum sem fengust með fjölgeisladýptarmælingum, og hljóðendurvarpsmælingum sem safnað hefur verið á undanförnum árum.    15:20 – 15:40  Setlagamyndanir og fornhaffræði á Tjörnesbrotabeltinu á síðjökultíma og nútíma   Ester Guðmundsdóttir og Jón Eiríksson, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.  Greint er frá rannsóknum á borkjörnum og yfirborðssýnum við norðanvert Ísland. Rannsóknirnar hófust með BIOICE leiðangri árið 1995 og frekari gangna var aflað í IMAGES leiðangri árið 1999. Samanburður á straumakerfi og lífríki í umhverfinu í dag annars vegar og dýra og plöntusamfélögum í setlögum hins vegar, veitir upplýsingar um ástand sjávar á nútíma og síðjökultíma. Atburðarásin er tímasett með gjóskulögum frá Íslandi og kolefnisgreiningum.   15:40 – 15:55  Framrás og hörfun jökuls á norðvestanverðu landgrunni Íslands  Áslaug Geirsdóttir, Sædís Ólafsdóttir, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Guðrún Helgadóttir, Hafrannsóknastofnunin.    15:55 – 16:10  Yngra Dryas tímabilið lesið úr sjávarsetsgögnum frá norðvestanverðu landgrunni Íslands.   Sædís Ólafsdóttir, Áslaug Geirsdóttir, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Guðrún Helgadóttir, Hafrannsóknastofnunin.     16:10 – 16:25  Kaffi og veggspjöld    16:25 – 16:45  Er botninn kominn úr Borgarfirðinum? Staða rannsókna á lífríki botnsins við Ísland.  Jörundur Svavarsson, Líffræðistofnun Háskólans.  Á síðustu 12 til 13 árum hafa farið fram umfangsmiklar rannsóknir á botndýrum við Ísland og þekking aukist verulega á tegundasamsetningu og útbreiðslu botndýra. Kynntar verða ýmsar niðurstöður úr botndýrarannsóknum seinni ára og spáð í hvaða rannsóknarspurningar munu blasa við á komandi árum.   16:45 – 17:05  Rekbeltin suður af Íslandi, myndun þeirra og þroski frá skjálftum til  yfirborðs.  Ármann Höskuldsson, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Kristín S. Vogfjörð, Veðurstofu Íslands, Gunnar B. Guðmundsson, Veðurstofu Íslands og Einar Kjartansson, Hafrannsóknarstofnunin.  Fjallað verður um svæðið frá Reykjaneshrygg til Vestmannaeyja.  Þann mismun sem þegar má greina á rekbeltunum tveim og hvernig túlka megi þá skjálfta sem verða á milli þeirra.   17:05 – 17:30  Umræður    17:30 – 19:00  Veggspjöld og léttar veitingar      Vigdís Harðardóttir (vh@isor.is) tekur við skráningum í tölvupósti og í síma 528 1533.