[x]
26. júlí 2005

Góður árangur borunar eftir heitu vatni á Urriðavatni

Borun holu UV-10A á Urriðavatni fyrir Hitaveitu Egilsstaða og Fella lauk föstudaginn 22. júlí kl. 10 um morguninn og var holan þá 1394,5 m djúp. Rennsli úr holunni er áætlað rúmir 60 l/s við um 60 m niðurdrátt. Hiti vatnsins er á bilinu 75 til 80°C. ÍSOR hefur verið ráðgjafi Hitaveitu Egilsstaða og Fella í þessu verki og Jarðboranir hf sáu um borunina.