[x]
11. júlí 2006

Góður árangur af borun við Stykkishólm

Í vor hefur verið unnið að frekari öflun heits vatns fyrir hitaveituna í Stykkishólmi á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Verkið er tvískipt. Annars vegar var unnið að því að finna heppilega staðsentingu fyrir niðurdælingarholu. Hins vegar voru boraðar margar hitastigulsholur til að reyna að finna annað heitavatnskerfi sem hugsanlega væri óháð vatnskerfinu sem nú er nýtt í Hofstaðalandi. Nú er fyrri áfanga verksins að ljúka með mjög velheppnaðri borholu í landi Ögurs. Sú hola er ætluð til niðurdælingar ef gott þrýstisamband er við vinnsluholuna á Hofstöðum. Jarðborinn Saga í eigu Jarðborana var notaður við verkið. Sérfræðingar Íslenskra orkurannsókna skipulögðu þessa jarðhitarannsókn og annast prófanir á holunni. Mynd:Borsvæðið í landi Ögurs