[x]
23. maí 2005

Gagnavefsjá kemst áfram í aðalkeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna

Umsögn dómara um Gagnavefsjána var eftirfarandi:

Vefsvæði Gagnavefsjár Orkustofnunar byggir á öflugum gagnagrunni um auðlindir og náttúru Íslands. Gagnavefsjáin gerir jafnt fræðimönnum og almenningi kleift að nálgast þessar heimildir og leita upplýsinga um sértækt efni á skýran og myndrænan hátt. Hugbúnaðurin gefur aðgang að verkfærum til að leita upplýsinga, en einnig kost á að vinna með þær innan ramma einstakra verkefna t.d. við áætlunargerð. Vefurinn býður upp á myndræna tilvísun þeirra staða sem verið er að kann hverju sinni. Gagnavefsjáin býður upp á margvíslega notkunarmöguleika sem vinna má með til framtíðar.

 

Verðlaunin skiptust í átta flokka og voru eftirtalin verkefni valin:

Menntun (eLearning)
InnoEd: Kennaraháskóli Íslands

Menning (eCulture)
Þjóð verður til: Gagarín / Þjóðminjasafn Íslands

Opinber stjórnsýsla (eGovernment)
Minn Garðabær: Hugvit

Vísindi (eScience)
Gagnavefsjá: Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir

Heilsa (eHealth)
Ískrá: Heilsugæslan í Reykjavík

Viðskipti (eBusiness)
Ferðaþjónustukynning: Markaðsstofa Austurlands

Afþreying (eEntertainment)
dvd-kids: 3-plus hf.

Efni sem stuðlar að því að brúa bil milli menningarheima (eInclusion)
Bókaormar BarnUng: KHÍ

Keppnin hér á landi er skipulögð í samvinnu Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytisins og Samtaka iðnaðarins.