[x]
7. apríl 2004

Fyrsti ársfundur ÍSOR

Fyrsti ársfundur Íslenskra orkurannsókna var haldinn á Hótel KEA á Akureyri 26. mars. Yfirskrift fundarins var: Orkurannsóknir á Norðausturlandi.

Fundinn sóttu um 120 manns, og var sérlega ánægjulegt að sjá, hversu margir viðskiptavina ÍSOR sáu sér fært að koma, sumir langt að.

Fjallað var um stöðu rannsókna og helstu virkjanakosti, bæði í vatnsorku og jarðhita, og voru það Árni Hjartarson  og Ásgrímur Guðmundsson, jarðfræðingar á ÍSOR, sem héldu erindin. Fulltrúar tveggja orkufyrirtækja, Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri á Landsvirkjun og Franz Árnason, forstjóri Norðurorku ræddu framtíðarsýn fyrirtækja sinna á orkumálun Norðausturlands.

Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur á ÍSOR, sagði frá jarðhitarannsóknum á lághitasvæðum og Bjarni Richter, jarðfræðingur á ÍSOR, sagði frá setlagarannsóknum fyrir Norðurlandi.

Dagskrá fundarins er hér á heimasíðunni svo og erindin, sem flutt voru.