[x]
20. apríl 2005

Fyrsta kjarnaborunin á Reykjanesi í tengslum við IDDP

 Nú í apríl var fyrsti borkjarninn í tengslum við djúpborunarverkefnið tekinn á Reykjanesi, á vinnslusvæði Hitaveitu Suðurnesja hf, sem kostar vinnsluholuna. Kjarnatakan sjálf var hins vegar kostuð af ICDP (International Coninental Scientific Drilling Program), og markar formlegt upphaf á alþjóðlegu samstarfi í tengslum við IDDP boranir. Þess má geta að ICDP, svo og bandaríski vísindasjóðurinn NSF, hafa samþykkt að verja 4.2 M USD til kjarnaborana í IDDP borholu á Reykjanesi, 2006 og 2007, niður í 5 km dýpi. Borkjarninn var tekinn í botni holu RN-19 á Reykjanesi og var tæplega 3 m langur. Verkið var unnið af Jarðborunum hf með jarðbornum Geysi, með aðstoð sérfræðings frá Baker Hughes. Vakin er athygli á því að djúpborunarverkefnið IDDP er með sjálfstæða heimasíðu sem nálgast má héðan. Jafnframt eru myndir og skýrslur frá IDDP borunum settar inn á heimasíðu ICDP í Potsdam. Á þessari síðu eru 50 myndir fá kjarnatökunni sjálfri frá 11 apríl, 2005, en jafnframt er borun dýpstu háhitaholu landsins, holu RN-17, sem boruð var í 3082 m dýpi frá því í nóvember 2004, með hléum fram í febrúar, lýst þar í máli og myndum.