[x]
4. janúar 2017

Fyrirlestur: Þverfagleg greining á höggun og jarðfræði

Mánudaginn 9. janúar nk verður dr. Maryam Khodayar jarðfræðingur hjá ÍSOR með erindi undir yfirskriftinni. Þverfagleg greining á höggun og jarðfræði: Frá olíuleit til jarðfræði
Íslands og jarðhitaleitar. Fyrirlesturinn verður haldinn í fundarsalnum Víðgelmi að Grensásvegi 9 og hefst kl. 13.00.

Maryam er með doktorsgráðu í  jarðfræði frá háskólanum Clermont Ferrand II í Frakklandi og vann um tíma hjá olíufyrirtækjunum Elf Aquitaine, Total og Ultramar Lasmo í Frakklandi.

Undanfarna tvo áratugi hefur Maryam unnið hjá ÍSOR, Orkustofnun og Háskóla Íslands. Þar hefur hún nýtt reynslu og þekkingu sína af kolvetnaleit í Frakklandi og Skotlandi við rannsóknir á jarðfræði Íslands, sem hafa nýst við jarðhitaleit hérlendis og í Afríku.

Í fyrsta erindinu þann 9. janúar fer Maryam yfir bakgrunn sinn og lýsir reynslu og aðferðurm sem hún byggir á. Í seinni erindum, sem verða í janúar og febrúar greinir hún frá niður­stöðum helstu verkefna sem hún og starfsfélagar hennar hafa unnið að víðs vegar um landið.

Erindið verður flutt á ensku. Allir velkomnir.