[x]
26. febrúar 2013

Fundur um jarðgrunnsvarmadælur og evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap

ÍSOR og Orkusetur boða til hálfs dags fundar um jarðgrunnsvarmadælur og evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap
þriðjudaginn 5. mars kl. 13.00 – 16.00 í fundarsal ÍSOR, Víðgelmi, Grensásvegi 9.

Flutt verða fjölbreytt erindi, m.a. um notkun jarðgrunnsvarmadælna í Evrópu, hagkvæmi varmadælna, jarðfræðilegar aðstæður á Íslandi fyrir jarðgrunnsvarmadælur og styrki ríkisins til umhverfisvænnar orkuöflunar. Einnig verður evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap kynnt.

Dagskrá:
13.00     Setning
13.15     Ground Source Heat Pump Systems in Europe: Philippe Dumas manager, European Geothermal Energy Council (EGEC)
13.40     Hagkvæmni varmadælna: Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs
14.00     Kaffihlé
14.30     Evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap: Gunnlaugur M. Einarsson landfræðingur, ÍSOR
14.55     Jarðfræðilegar aðstæður fyrir jarðgrunnsvarmadælur á Íslandi: Skúli Víkingsson jarðfræðingur, ÍSOR
15.20     Greining á styrkjum ríkisins til umhverfisvænnar orkuöflunar: Benedikt Guðmundsson verkefnisstjóri, Orkustofnun

Allir velkomnir