[x]
22. ágúst 2008

Fundur í Evrópuverkefninu HITI

Á myndinni eru fulltrúar frá öllum samstarfsaðilum í verkefninu en þeir koma frá ÍSOR, CNRS-Montpellier (Frakkland), BRGM (Frakkland), Calidus Engineering (Bretland), ALT (Lúxemborg), GFZ-Potsdam (Þýskaland), Oxford Applied Technology (Bretland) og CRES (Grikkland). Innblástursræðumaður við setningu fundarins og heiðursgestur er prófessor Wilfred Elders.Fundur í Evrópuverkefninu HITI (HIgh Temperature Instruments for supercritical geothermal reservoir characterization and exploitation) var haldinn dagana 21.-22. ágúst í Mývatnssveit. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Markmið verkefnisins er að afla vísindalegra gagna úr borholum á yfirmarksástandi jarðhitavökva, eins og aflað verður með Djúpborunarverkefninu (IDDP). Reiknað er með að prófanir á nýjum háhitamælitækjum verði gerðar nú í haust og að allur búnaður verði tiltækur á næsta ári (2009), áður en fullnaðardýpi fyrstu djúpu rannsóknarholunnar á Kröflu verður náð.