[x]
20. desemeber 2003

Fulltrúi ÍSOR á AGU

Að þessu sinni var hin risavaxna ráðstefna American Geophysical Union (AGU) haldin dagana 8-12. desember. Var hún haldin í Moscone miðstöðinni í San Francisco þar sem mættu yfir 10 000 manns. Ríflega 9000 ágrip voru send inn á 20 “sessionir”. Þar af voru um 3000 fyrirlestrar og um 6000 veggspjöld.

Með ólíkindum var hve vel tókst til og var öll ráðstefnan hýst í einu risastóru húsnæði á 3 hæðum.

Nokkuð vel var mætt af Íslendingum, bæði þeim sem eru við nám og vinnu erlendis og Íslendinga starfandi á Íslandi. T.d. voru þarna fulltrúar Jarðfræðiskorar, Raunvísindastofnunar, Hafrannsóknarstofnunar, Íslenskra Rannsókna og Íslenskra orkurannsókna. Að þessu sinni voru tveir fulltrúar frá ÍSOR á AGU. Bjarni Richter og Kristján Sæmundsson. Kynntu þeir verkefni sem þeir hafa verið að vinna að við góðan orðstír. Kristján kynnti veggspjald um þróun Kröfluöskjunnar og Bjarni nýjar uppgötvanir á gasi í setlögum úti fyrir Norðurlandi.