[x]
13. nóvember 2003

Framhald á djúpborunarverkefni

Nú er ljóst að haldið verður áfram að vinna að undirbúningi djúpborunar á Íslandi. Þrjú stærstu orkufyrirtæki landsins standa að verkefninu ásamt ÍSOR. Næstu skref er að leita að samstarfsaðilum og tryggja fjármagn til verksins. Gríðarlegur áhugi er á verkefninu enda um mikinn ávinning að ræða takist að virkja orkuna sem fólgin er í yfirhituðum jarðhitavökva.