Í þessari viku (10.-16. október) verður Mario Gonzales, forstjóri jarðhitadeildar ráðuneytis orku- og námamála (MEM) í Níkaragva, á landinu í boði Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÎ).
Hann mun m.a. vera með opinn fund um jarðhitaorku í Níkaragva. Mario Gonzales mun kynna sér jarðhitanýtingu á Íslandi og heimsækja helstu stofnanir hér á landi sem komið hafa að starfsemi ÞSSÍ í Níkaragva. Stór þáttur í þróunaraðstoð Íslands undanfarin ár og fram til 2012 er að auka þekkingu Níkaragvabúa á jarðhita og nýtingu hans og þjálfa þá í að takast á við verkefnið, (sjá nánar lýsingu á verkefninu á vef ÍSOR). Í Mið-Ameríku er mikil jarðhitaorka en hún hefur hingað til verið lítið nýtt í Níkaragva, öfugt við nágrannalöndin El Salvador og Kosta Ríka. Íslenskir sérfræðingar hafa í áratugi veitt ýmis konar aðstoð við þróun jarðhitanýtingar í þessum löndum.
Starfsmenn Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) halda utan um heimsóknina fyrir hönd ÞSSÍ.
Fyrirlestrar verða í Víðgelmi, ÍSOR, Grensásvegi 9. Allir eru velkomnir.
Þriðjudaginn 12. október munu nemar í Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna kynna verkefni sín.
- 11:00 Chemical assessment of water prospects for direct applications in Nicaragua.Robertha Quintero og Manuel Vanegas frá Níkaragva og nemar við Jarðhitaskólann.
Mario Gonzales verður viðstaddur kynningu á verkefni þeirra, en hann var nemandi við Jarðhitaskólann árið 1990.
Föstudaginn 15. október
- 13:00-14:00 Opinn fundur um jarðhitaorku í Níkaragva,
Mario Gonzales, forstjóri jarðhitadeildar ráðuneytis orku- og námamála (MEM) í Níkaragva