[x]
19. apríl 2013

Fjölgun jarðhitaverkefna í Karíbahafi

Eyjarnar í Karíbahafi.ÍSOR skrifaði nýlega undir samning um mælingar á vinnsluholum á eyjunni Guadeloupe í Karíbahafi. Til stendur að senda mælitæki, borholumælingabíl og sérfræðinga til eyjarinnar í byrjun sumars.
ÍSOR hefur frá árinu 1996 komið að ýmsum verkefnum á eyjunni, eins og örvun borholna, tæknilegri ráðgjöf við boranir, ásamt hita og þrýsingsmælingum og ferilprófunum. Á Guadeloupe er ein 15 MW jarðgufuvirkjun.

Frá árinu 2011 hefur ÍSOR unnið að ráðgjafarstörfum og rannsóknum tengdum jarðhitaleit og tilraunaborunum á eyjunni Domíníku sem hafa lofað góðu. Frekari boranir á Dóminíku hefjast nú um mitt sumar og hafa stjórnvöld þar samið við ÍSOR um áframhald á jarðfræðirannsóknum og borholumælingum. Jarðboranir munu sjá um að bora holurnar.

Auk þessara verkefna í Karíbahafi þá hefur einnig verið skrifað undir samning um rannsóknir og sýnatöku við rennslisprófanir í borholum á eyjunni Martinique sem gerðar verða í haust.
Umsjón með rannsóknunum á Guadeloupe og Martinique hefur jarðhitadeild frönsku jarðfræðistofnunarinnar, CFG Services.