[x]
28. desemeber 2004

Erla Halldórsdóttir látin

Erla Halldórsdóttir, starfsmaður ÍSOR, lést að morgni aðfangadags jóla, 55 ára að aldri. Erla hóf störf við efnagreiningar hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar, forvera Íslenskra orkurannsókna, sumarið 1980. Því starfi sinnti hún í rúm þrú ár. Þá flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Gesti Gíslasyni, jarðfræðingi, til Kenya og síðar Uganda þar sem  Gestur vann við þróunaraðstoð í jarðhitamálum. Í  Úganda hóf Erla að reka á eigin vegum hjálparstarf fyrir ungar bjargarlausar stúlkur, sem misst höfðu foreldra vegna alnæmis.  Eftir að þau Gestur fluttu heim til Íslands stýrði Erla hjálparstarfinu úr fjarlægð. Á síðastliðnu ári og beitti hún sér m.a. fyrir stofnun félagsins Alnæmisbarna. Um þau samtök má lesa á heimasíðu þeirra.      Erla kom á ný til starfa á Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, árið 2003. Hún tók þá að sér að halda utan um og koma reglu á geysimikið sýnasafn af borsvarfi, sem ÍSOR varðveitir úr nánast öllum borholum landsins. Vann hún þar mikið og gott verk á skömmum tíma. Íslenskar orkurannsóknir flytja Gesti og börnum þeirra, Hildi og Ragnari, og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.   Útför Erlu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 30. desember kl 13:00 og verða skrifstofur ÍSOR lokaðar eftir hádegi þann dag.