[x]
27. maí 2015

Erindi á fagfundi veitusviðs Samorku

Borhola MV-24 við Möðruvelli í Kjós. Ljósmynd Þórólfur H.Hafstað. Á lághitasvæðum hérlendis hefur oft verið litið á boranir eftir jarðhitavatni sem áhættumál. Þetta er dýr framkvæmd og ekki síður tímafrek. Það kemur skýrt fram í jarðhitaleitarsögu í Kjós og raunar annars staðar við Hvalfjörð. Í Kjósinni má oft búast við hitastigli upp á um 120°C/km, en heldur meira þarf til nýtingar. Árið 2008 fundust tvö hitahámörk á Möðruvöllum og hafa verið boraðar vinnsluholur þar með góðum árangri. Í síðari vinnsluholunni kom í ljós mun hærri hiti en búast mátti við samkvæmt hitastigulsrannsóknum. Þetta er óalgengt hér á landi en samt ekki óþekkt. Þórólfur H. Hafstað sérfræðingur hjá ÍSOR mun flytja erindi um lághitakerfið við Möðruvelli í Kjós á fagfundi Samorku. Fagfundurinn verður haldinn dagana 28.-29. maí. 

Erindi frá sérfræðingum ÍSOR á fagfundi Samorku:

  • Eykur notkun hitaveituvatns líkur á krabbameinum? Ólafur G. Flóvenz, forstjóri
  • Sjóðandi lághitakerfi finnst við Möðruvelli í Kjós - Þórólfur H. Hafstað, grunnvatnssérfræðingur
  • Vinnslueftirlit hitaveitna – Guðni Axelsson, sviðsstjóri kennslu og þróunar
  • Vatnsveitur og neysluvatn í Eyjafirði - Bjarni Gautason, útibússtjóri á Akureyri
  • Holusjármælingar á Íslandi - Sigurveig Árnadóttir, jarðfræðingur

Fagfundur veitusviðs Samorku verður haldinn á Hótel Borgarnesi dagana 28. og 29. maí næstkomandi. Að þessu sinni verður fjallað um málefni hita-, vatns- og fráveitna, auk þess sem fjallað verður um öryggismál, umhverfismál, jarðhita, laga- og regluumhverfi orku- og veitufyrirtækja o.fl. Nánari upplýsingar um dagskrá og fleira, má finna á vef Samorku.