[x]
5. júlí 2007

ENGINE vettvangsferð

Ráðstefnugestir á Þingvöllum. Ljósmynd Guðmundur Steingrímsson.Fulltrúar á ENGINE vinnufundi um háhitaboranir fóru vettvangsferð um Suðurland í gær. Byrjað var á að skoða Hellisheiðarvirkjun og tóku fulltrúar Orkukveitu Reykjavíkur þar á móti hópnum og fræddu um framkvæmdir og bakgrunn virkjunarinnar. Fulltrúi Jarðborana kynnti síðan Jarðboranir og framkvæmdir á Skarðsmýrarfjalli. Fór hópurinn og skoðaði Óðinn sem er nýjasti bor Jarðborana. Síðan var haldið að Gullfossi og Geysi og í bakaleiðinni var gengið um Þingvelli. Leiðsögumenn voru sérfræðingar ÍSOR og Orkuveitu Reykjavíkur. Veðrið skartaði sínu fegursta og bauð í kaupbæti uppá hitaskúr og skruggur á Laugarvatni. Þátttakendur voru ánægðir með ferðina og brostu breitt er þeir stilltu sér upp fyrir myndatöku við Flosagjá á Þingvöllum.