[x]
29. mars 2010

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi

Hópur jarðfræðinga frá ÍSOR fór að eldstöðvunum norðanverðum í gær og naut stórfenglegs útsýnis af Morinsheiði.

Í leiðangrinum voru teknar myndir á hitamyndavél sem ÍSOR hefur nýtt við kortlagningu jarðhita. Þarna steypist hraunfoss niður í Hrunagil og er hraunáin komin langleiðina niður gilið til norðurs. Gufustrókar myndast reglulega þegar hraunið og fönnin mætast og uppi á hálsinum skjótast kvikustrókarnir upp fyrir Bröttufönn með tilheyrandi hljóðum. Leiðangurinn heldur upp á hálsinn sunnanverðan í dag og halda þá athuganir vísindamanna ÍSOR áfram sem leiða munu til þess að efla skilning okkar á eldvirkni Íslands sem er undirstaða nær ómældrar jarðhitaauðlindar landsmanna.

Jarðfræðingurinn Sigurður Garðar að stilla hitamyndavélina í átt að Hrunagili.

Jarðfræðingurinn Sigurður Garðar að stilla hitamyndavélina í átt að Hrunagili. Ljósm. Steinunn Hauksdóttir.