[x]
15. júní 2007

Djúpsýnataka úr borholum á Reykjanesi

Djúpsýnataka úr borholu RN-12 á Reykjanesi. Ljósmynd Magnús Ólafsson.Dr. Kevin Brown, jarðefnafræðingur frá Nýja Sjálandi, heimsótti ÍSOR nú á dögunum. Dr. Brown er þrautreyndur jarðhitamaður og hefur meðal annars mikla reynslu af djúpsýnatöku úr háhitaholum en markmið ferðarinnar í þetta sinn var að taka djúpsýni úr þremur borholum á Reykjanesi. Rannsóknir á efnasamsetningu djúpvökvans eru liður í doktorsverkefni Vigdísar Harðardóttur, starfsmanns á ÍSOR, sem hún vinnur að við Ottawa Háskóla í Kanada. Samanburður á efnasamsetningu djúpvökva og þess vökva sem safnað er við holutopp veitir mikilvægar upplýsingar um magn og efnasamsetningu þeirra útfellinga sem myndast í borholunum.

Djúpsýnatakan sem fór fram með aðstoð starfsmanna Tæknideildar ÍSOR tókst mjög vel. Þrjú sýni náðust í þremur tilraunum og hafa þau verið send til efnagreiningar.
Kostnaður vegna djúpsýnatökuna er að hluta greiddur af Hitaveitu Suðurnesja og að hluta af þróunarfé ÍSOR. Þá gaf Dr. Brown sína vinnu við verkið.