[x]
26. mars 2009

Djúpborun í Kröflu

Miðvikudaginn 25. mars hófst nýr áfangi í borun fyrstu holunnar, IDDP-1 í Kröflu, í djúpborunarverkefninu á Íslandi (Iceland Deep Drilling Project). Jarðborinn Týr hóf þá borun á 800 m dýpi, en fyrstu tvo áfanga holunnar boruðu Saga og Jötunn á síðastliðnu ári. Nú er áformað að bora í allt að 4500 m dýpi í þremur áföngum. ÍSOR veitir margvíslega þjónustu við borun holunnar. Tveir borholujarðfræðingar og tveir mælingamenn sinna borholurannsóknum á staðnum allan verktímann og enn fremur er veitt bortæknileg ráðgjöf.

Upplýsingar um Djúpborunarverkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins, http://www.iddp.is/

Sigurveig Árnadóttir og Sverrir Þórhallsson á borstað.

Tveir starfsmenn ÍSOR, þau Sigurveig Árnadóttir jarðfræðingur og Sverrir Þórhallsson verkfræðingur, á borstað við Kröflu.