[x]
22. desemeber 2006

Borun á Tjörn í Biskupstungum.

Nýlokið er borun heitavatnsholu (Tj-6) á Tjörn í Biskupstungum með góðum árangri. Holan er 727 m djúp, fóðruð með 8” röri í 73 m dýpi. Hún var boruð með lofthamri í 200 m og með hjólakrónu og vatni þar fyrir neðan. Æðakafli er á 200-250 m dýpi með 40-50°C heitu vatni, en aðalæð holunnar er á 715 m dýpi. Hiti í botni hennar er yfir 100°C. Eftir að borun lauk var holan hreinsuð upp og afkastaprófuð. Hún gaf rúma 20 l/s af 72°C heitu vatni í loftdælingu við um 55 m niðurdrátt vatnsborðs. Vatnið er blanda úr báðum æðakerfunum. Kyrrstætt vatnsborð við niðurrennsli úr efri æðunum í þá neðstu er á 7 m dýpi. Jarðhiti er ekki á Tjörn. Holan er um 1600-1700 m austan við Syðrireyki og álíka langt suðaustan við Efrireyki. Hún var staðsett af sérfræðingum ÍSOR út frá hitafráviki sem fram kom í 5 grunnum leitarholum. Eigendur jarðarinnar létu bora holuna og Jarðboranir hf boruðu hana með Ými. Notkun verður til hitunar á bæ og sumarhúsum.