[x]
18. ágúst 2003

Borun í Hágöngum

Þann 13. ágúst var mastur jarðborsins Jötuns reist á holu HG-01 í Hágöngum. ÍSOR er þar með búðir og tvo sérfræðinga er sinna rannsóknum og ráðgjöf meðan á borun holunnar stendur. Holan er hefðbundin háhitahola sem getur orðið allt að 2000 metra djúp og er fyrsta rannsóknaholan sem boruð er á svæðinu. Á myndinni hér til hægri er mælingabíll ÍSOR við Jötunn.