[x]
2. ágúst 2006

Boranir á Skarðsmýrarfjalli.

Hellisheiðarvirkjun mun hefja rekstur innan tveggja mánaða og framleiða 90 MW af rafafli. Orkuveita Reykjavíkur er þegar farinn að undirbúa tvöföldun virkjunarinnar og verður gufu aflað með borunum uppi á Skarðsmýrarfjalli. Borun fyrstu holunnar hefst eftir verslunamannahelgi og eru starfsmenn Jarðborana þessa dagana að koma sínum nýjasta bor fyrir á holunni sem ber nafnið hola HE-23. Nýi borinn, sem er tvíburabróðir jarðborsins Geysis hefur hins vegar ekki enn fengið nafn. Búist er við að nýi borinn og Geysir muni verða önnun kafnir á “Fjallinu” næstu tvö árin en reiknað er með að allt að tuttugu holur þurfi í stækkunina. ÍSOR mun sinna jarðhitarannsóknum vegna þessara borunar líkt og við fyrri boranir á Hellisheiði. Auk þess hefur ÍSOR samið við Jarðboranir um að annast gýróhallamælingar í stefnuboruðum holum, en hingað til hafa Jarðboranir keypt þá þjónustu frá erlendum aðilum.