Ár hvert koma fjölmargir innlendir sem erlendir hópar í heimsókn til ÍSOR. Nýverið komu tuttugu bandarískir háskólanemendur, á sumarnámskeiði hjá orkuskólanum RES (the School for Renewable Energy Science) á Akureyri, og kynntu sér starfsemi ÍSOR. Þau fengu meðal annars að kynnast borholumælingum. Skoðaðir voru sérútbúnir mælingabílar og hinir mismunandi borholumælar sem eru notaðir við jarðhitarannsóknir, eins og hita- og þrýstimælar, viðnáms-, steypu-, og víddarmælar.
Hiti og þrýstingur eru mikilvægar mælistærðir í rannsóknum á jarðhita. Hitamælingar eru notaðar til að meta hitadreifingu, finna vatnsæðar og segja til um streymi vökva í jarðhitakerfum. Hitaástand og þrýstibreytingar ráða vinnslugetu jarðhitakerfa, þ.e. hversu mikla orku má vinna úr þeim.
Við þökkum nemendunum fyrir komuna og vonum að þeir fari fróðari heim á leið.
Peter Eric Danielsen jarðfræðingur með nokkra borholumæla fyrir framan sig. Viðnámsæli, gammamæli, steypumæli, víddarmæli, gýrómæli og hitamæli. Ljósm. Brynja Jónsdóttir.