[x]
29. júní 2004

Átta starfsmenn ÍSOR á Fledermaus námskeiði

Fledermaus forritið er notað við að sýna landfræðilegar upplýsingar í þrívídd. Margvíslegar upplýsingar eru nú þegar fyrir hendi á stafrænu formi svo sem hæðarlínur, mannvirki, jarðfræði og fleira. Hægt er að leggja þessar upplýsingar saman í líkan og velta því og snúa á ýmsa vegu.