[x]
2. júní 2016

Ársskýrsla ÍSOR 2015

Ársskýrsla ÍSOR 2015 Ársskýrsla ÍSOR fyrir árið 2015 er komin út. Þar er farið yfir starfsemina í stórum dráttum. Meðal annars er skrifað um verkefni tengd háhita-, lághita- og náttúrufarsrannsóknum hér heima og í útlöndum. Einng er fjallað um þátt sérfræðinga ÍSOR í kennslu og þjálfun.

Fram kemur í grein Ólafs G. Flóvenz forstjóra að árið 2015 hafi verið ÍSOR hagstætt. Smávægilegur hagnaður varð af starfseminni annað árið í röð en þeim hagnaði er varið til að styrkja innviði ÍSOR. Aukin umsvif í íslensku samfélagi og vaxandi orkuþörf hefur leitt til umfangsmeiri verkefna hjá ÍSOR. Verkefnaöflun erlendis hefur gengið vel og ljóst að starfsfólk ÍSOR nýtur mikils álits og trausts í  jarðhitaheiminum. Áhugi á nýtingu jarðhita víða um heim fer vaxandi sem liður í baráttunni við loftslagsbreytingar og er mikið leitað til ÍSOR um þátttöku í ýmis konar jarðhitaverkefnum í útlöndum. Starfsfólki hefur fjölgað, ungt, vel menntað fólk hefur bæst í hópinn og hlutföll kynja í starfsmannahópnum og meðal stjórnenda nálgast jöfnuð hægt og rólega.

Árskýrslan er í prentuð í takmörkuðu upplagi en er aðgengileg á rafrænu formi hér á vefnum. Eldri ársskýrslur er hægt að nálgast undir útgáfa.