[x]
31. janúar 2006

Ársfundur ÍSOR verður á Egilsstöðum

Þegar ÍSOR varð til var samþykkt að reyna að halda ársfundi utan suðvesturhornsins annað hvert ár. Fyrsti fundurinn var haldinn á Akureyri og annar í Svartsengi. Nú er röðin komin að Egilsstöðum og verður fundurinn haldinn 24 mars næst komandi. Megináhersla verður á málefni tengd Austurlandi eins og meðfylgjandi dagskrá ber með sér. Ársfundur Íslenskra orkurannsókna 2006 Haldinn á Egilsstöðum 24. mars 2006, kl. 13:30 Jarðfræði og jarðhiti á Austurlandi Dagskrá:  13:30-13:45     Ávarp ráðherra orkumála, Valgerðar Sverrisdóttur 13:45-14:05     Starfsemi Íslenskra orkurannsókna 2005; Ø      Ólafur G. Flóvenz, forstjóri.   14:05-14:25     Hitaveita Egilsstaða og Fella;   Ø      Guðni Axelsson, jarðeðlisfræðingur á ÍSOR 14:25-14:45     Hitaveita Egilsstaða og Fella; Rekstur, Framtíðarsýn. Ø      Guðmundur Davíðsson, hitaveitustjóri 14:45-15:15     Kaffi 15:15-15:35     Jarðfræði og jarðhiti á Austurlandi Ø      Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson, jarðfræðingar á ÍSOR 15:35-15:55     Neysluvatnsöflun á Austurlandi; Ø      Árni Hjartarson og Þórólfur Hafstað, jarðfræðingar á ÍSOR 15:55-16:15     Rannsóknir ÍSOR vegna mannvirkjagerðar; Ø      Þorsteinn Egilson og Sigvaldi Thordarson jarðeðlisfræðingar á ÍSOR 16:20-16:40     Kárahnjúkar; Ø      Sigurður Arnalds, verkfræðingur á Landsvirkjun 16:40               Fundarslit; Ø      Guðrún Helga Brynleifsdóttir, stjórnarformaður ÍSOR  Fundarstjóri er Guðmundur Steingrímsson, rekstrarstjóri ÍSOR       Innan tíðar verður opnað skráningarform hér á vefsíðunni svo gestir geti skráð sig á fundinn.