[x]
16. mars 2005

Ársfundur ÍSOR í Eldborg 18. mars - Jarðfræði og jarðhiti á Reykjanesskaga

Á fundinum fjallar Ólafur G. Flóvenz um um starfsemi Íslenskra orkurannsókna á síðasta ári sem var fyrsta heila starfsár fyrirtækisins. Síðan taka við erindi starfsmanna ÍSOR um Reykjanes frá ýmsum sjónarhornum. Kristján Sæmundsson fjallar um jarðfræði og auðlindir á Reykjanesskaga, Sverrir Þórhallson um orkuvinnsluna og Haukur Jóhannesson um útivist og auðlindanýtingu. Einnig mun Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja greina frá framtíðarsýn HS og Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra orkumála, ávarpar fundinn. Að loknum fundinum verður síðan skoðunarferð um Reykjanes.