[x]
31. mars 2005

Ársfundur ÍSOR

Ársfundur ÍSOR var haldinn 18. mars síðastliðinn í Eldborg í Svartsengi. Ólafur G. Flóvenz fjallaði um rekstur ÍSOR en nú er lokið fyrsta heila rekstrarárinu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði fundinn og Kristján Sæmundsson, Sverrir Þórhallsson og Haukur Jóhannesson fluttu erindi um jarðfræði og nýtingu auðlinda á Reykjanesskaga. Einnig fjallaði Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja um framtíðarsýn veitunnar.  Til fundarins mættu rúmlega 120 manns og var þeim að loknum fundi boðið í skoðunarferð um jarðhita og virkjunarsvæðið á Reykjanesi. Erindi og glærusýningar fundarins er að finna á síðunni Ársfundur 2005