Ársfundur ÍSOR var haldinn föstudaginn 19. mars í Víðgelmi í Orkugarði. Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, ávarpaði
fundinn og Ólafur G. Flóvenz forstjóri fór svo yfir starfsemi ÍSOR á liðnu ári.Ólafur greindi frá því að síðastliðið ár hefði einkennst af mikilli lækkun tekna vegna samdráttar í orkuiðnaði landsmanna. Þetta hefðu verið mikil umskipti frá árinu á undan, sem var hið annasamasta í sögu ÍSOR, og í raun endir á samfelldu vaxtarskeiði frá árinu 1996. Á árinu hefði mikið verið unnið að úrvinnslu gagna og markaðsöflun erlendis efld til muna svo eitthvað sé nefnt. Flutt voru sex erindi á ársfundinum, öll af ungu jarðvísindafólki hjá ÍSOR.
- Hugmyndalíkan af jarðhitakerfinu í Kröflu: Anette Mortensen jarðfræðingur
- Hitalíkan af Kröflukerfinu: Sæunn Halldórsdóttir forðafræðingur
- Nýtt jarðfræðikort af SV-landi: Sigurður Garðar Kristinsson jarðfræðingur
- Gerð þrívíddarjarðfræðilíkans af Hellisheiði: Steinþór Níelsson jarðfræðingur
- Leit að misgengjum með þyngdarmælingum: Arnar Már Vilhjálmsson jarðeðlisfræðingur
- Nýr tækjabúnaður til rannsókna í borholum: Ragnar Ásmundsson eðlisfræðingur
Dregið var verulega úr umfangi ársfundarins í sparnaðarskyni og var fundurinn ekki auglýstur né eins mörgum gestum boðið og verið hefur. Erindin sem flutt voru á fundinum verða sett á vefinn innan tíðar.
Ársskýrsla ÍSOR kom út sama dag en með breyttu sniði því hún var gefin út bæði á íslensku og ensku. Hana er hægt að nálgast hér.