[x]
14. mars 2006

Arnarnesstrýtur í tímaritinu Nature

Þann 23. febrúar sl. fjallaði tímarítið Nature um rannsóknir á jarðhita neðansjávar í stuttri yfirlitsgrein. Kveikjan að greininni var ráðstefna “American Geophysical Union” í desember sl. en þar var sérstök áhersla lögð á að kynna rannsóknir á jarðhita neðansjávar. Blaðamaðurinn Christina Reed sótti þessa ráðstefnu og safnaði efnivið í greinina. Í greininni er m.a. fjallað um Arnarnesstrýtur sem eins og kunnugt er fundust við kortlagninu á botni Eyjafjarðar fyrir liðlega einu ári síðan. Jarðhiti á grunnsævi er þekktur víða í heiminum en okkur er ekki kunnugt  um að strýtur, svipaðar þeim sem myndast við Arnarnes eigi sér hliðstæðu utan Íslands. Strýturnar byggjast upp yfir útstreymisopum jarðhitakerfisins vegna fellingarhvarfa sem verða þegar heitur ferskur jarðhitavökvi blandast köldum sjónum. Strýturnar og lífríkið í nágrenni þeirra eru viðfangsefni teymis vísindamanna frá Íslenskum orkurannsóknum, Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Akureyri ásamt fjölda annarra samstarfsaðila. © Erlendur Bogason