[x]
30. júlí 2007

Alexander Karsner heimsækir Orkugarð

Fundarmenn ásamt Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna. Síðastliðinn föstudag kom Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, til Íslands í boði forseta Íslands til að kynna sér íslensk orkumál.  Í för með honum var m.a.  Allan Jelacic, sem lengi hefur sinnt jarðhitamálum hjá orkuráðuneytinu (Department of Energy, DoE).
Hann átti ríflega tvegggja stunda fund í Orkugarði með fulltrúum ÍSOR, Orkustofnunar, Jarðhitaskólans, Orkuskólans á Akureyri,  Keilis og Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR kynnti honum starfsemi ÍSOR og djúpborunarverkefnið, sem sendinefndin sýndi mikinn áhuga.
Fram kom í viðræðum við sendinefndina að áhugi er aftur að vakna á nýtingu jarðhita í Bandaríkjunum þótt en sem komið er veiti DoE hverfandi litlum fjármunum til jarðhitaverkefna.