[x]
20. apríl 2005

17 starfsmenn ÍSOR á WGC-2005

Dagana 24. til 29. apríl verður haldin alþjóðleg jarðhitaráðstefna í Antalya í Tyrklandi.Slíkar ráðstefnur eru haldnar fimmta hvert ár og er þessi sú þriðja. Sú fyrsta var haldin í Flórens á Ítalíu 1995 og sú næsta í Japan 2000. Búist er við að um 1100 jarðhitasérfræðingar muni sitja ráðstefnuna.Íslendingar taka myndarlegan þátt í ráðstefnunni. Alls munu um 63 Íslendingar sitja hana og kynna 53 fræðigreinar, þar af eru 17 starfmenn ÍSOR sem kynna 27 greinar.(Heildarfjöldi greina sem lagðar verða fram til kynningar á ráðstefnunni er 706).Framlag Íslands er í raun meira en þessar tölur sýna, því að um 80 fyrrverandi nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna munu sitja ráðstefnuna og 104 fyrrverandi nemendur eru höfundar (eða meðhöfundar) að 144 greinum.