[x]

DEEPEGS – Deployment of deep enhanced geothermal systems for sustainable energy business

DEEPEGS – Deployment of deep enhanced geothermal systems for sustainable energy business

2016-2019
10 þátttökuaðilar: HS Orka (sem fer með verkefnisstjórn), ÍSOR, Landsvirkjun, jarðhitaklasinn GEORG, BRGM (Frakklandi), Fonroche Geothermie (Frakklandi), Statoil (Noregi), Herrenknecht Vertical (Þýskalandi), ENEL Green Power (Ítalíu) og KIT (Þýskalandi).

Styrkt af rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020.
Verkefnisstjóri ÍSOR: Steinþór Níelsson

Markmið verkefnisins er að bora dýpra í jarðhitasvæðin, allt niður á 4-5 km dýpi, og athuga möguleikana á að nýta orkuna af mun meira dýpi en áður hefur verið gert. Þrjú svæði verða notuð til athugunar, háhitasvæðið á Reykjanesi og jarðhitasvæðin í Valence og Vistrenque í Frakklandi.
Á Reykjanesi er fyrirhugað að 2,5 km djúp vinnsluhola verði hreinsuð, fóðruð með steyptri stálfóðringu niður fyrir 3 km og svo dýpkuð í 4-5 km. Tilgangur  með verkefninu er að sýna fram á að framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem örvuð eru með hjálparaðgerðum af einhverju tagi. Athugaðir verða tveir möguleikar.

  1. Að nýta gufuna beint fyrir Reykjanesvirkjun.
  2. Að nýta borholuna sem niðurdælingarholu, dæla köldu vatni niður í 4-5 km og nýta hita bergsins til að auka framleiðslugetu svæðisins sem er á 2-3 km dýpi.

Stór hluti verkefnisins yrði þá að auka lekt bergsins frá þessu dýpi upp að núverandi vinnsludýpi svæðisins.


 

Tengiliður:
Steinþór Níelsson
Jarðfræðingur / teymisstjóri jarðfræði

528 1601
892 8305
steinthor.nielsson@isor.is