[x]

Bárðarbunga

ÍSOR hefur unnið að gerð nákvæmra jarðfræðikorta af gosbeltum landsins og er um þessar mundir að vinna að gerð jarðfræðikorts af syðri hluta norðurgosbeltisins í mælikvarða 1:100 000. Það er í framhaldi af korti af nyrðri hlutanum sem kom út í árslok 2012. Nýja kortið nær frá Sellandafjalli í norðri og suður fyrir Kverkfjöll. Áætluð útkoma kortsins er vorið 2015 ef tekst að afla fjár til þess að ljúka verkinu. Kortið byggir að miklu leyti á fyrirliggjandi gögnum en fyllt verður í eyður með kortlagningu og fjarkönnun af ýmsu tagi. Helstu nýjungar eru þær að fjöldi hrauna hafa verið aldursgreind með gjóskulagarannsóknum, en gossaga Ódáðahrauns hefur lítið verið rannsökuð til þessa.

Hér að neðan eru greinar með hugleiðingum um jarðhræringar frá Bárðarbungu, ásamt korti þar sem jarðfræðin framan við Dyngjujökul er sýnd ýmist með jarðskjáfltagögum frá Veðurstofu Íslands eða útlínum nýja hraunsins (upplýsingar frá Jarðvísindastofnun).

Jarðfræðikortlagning norðan Vatnajökuls 

8. september 2014

Ef hraunrennsli heldur áfram með svipuðu sniði eins og undanfarna daga mun það fyrst breiðast eitthvað út á eyrarnar sem það komst út á 7. sept.Meðfylgjandi kort (pdf skrá) nær frá enda nýja hraunsins eins og staða þess var 7. september og austur fyrir Rifnahnjúk.  Jarðfræði  svæðisins er samkvæmt ófullgerðu handriti ÍSOR (jarðfræðikorti af suðurhluta norðurgosbeltisins). Kortgrunnurinn er eftir grunnkortum Orkustofnunar frá 1976 í kvarðanum 1:20000, sem hafa verið vigruð á ÍSOR.  Jaðar nýja hraunsins síðustu þrjá daga er sýndur með svartri hakalínu og fyllt með bleikum lit. Lesa meira


Útlínur nýja hraunsins á jarðfræðikorti norðan Dyngjujökuls

5. september 2014

Flatarmál nýja hraunsins 23,9 km2.

Hér eru útlínur nýja hraunsins samkvæmt upplýsingum frá Raunvísindastofnun á jarðfræðikorti ÍSOR (kortið er í vinnslu), samanborið við Holuhraun sem er 23,9 km²


Bárðarbunga í byrjun september

2. september 2014

Jarðskjálftaupptök síðustu tveggja vikna (gögn frá Veðurstofu Íslands) eru hér sýnd á drögum að nýju jarðfræðikorti af syðri hluta norðurgosbeltisins. Hægt er að skoða kortið í PDF-skjali neðar á síðunni.Þróun jarðhræringanna við Bárðarbungu leiðir af sér ótal spurningar og tilgátur um hvað sé í raun að gerast. Hér á eftir er bent á nokkra athyglisverða þætti og ályktanir sem draga mætti út frá þeim jafnframt því sem jarðskjálftaupptök síðustu tveggja vikna eru sýnd á drögum að nýju jarðfræðikorti ÍSOR af syðri hluta norðurgosbeltisins. Lesa meira.


Frekari hugleiðingar um jarðhræringarnar frá Bárðarbungu

25. ágúst 2014

Skjálftaupptökin sýnd á drögum að nýju jarðfræðikorti ÍSOR.Afar athyglisvert hefur verið að fylgjast með atburðunum við Bárðarbungu undanfarna daga. Jarðskjálftavöktunarkerfi Veðurstofu Íslands hefur þarna sannað gildi sitt. Það snýst ekki bara um að vara við hugsanlegu eldgosi og flóðum heldur ekki síður um að bæta verulega skilning okkar á myndun jarðskorpu Íslands og gerð hennar og eðlisástandi. Lesa meira.  


Holuhraun og kvikuflutningar frá Bárðarbungu

20. ágúst 2014

Þróun í skjálftavirkni frá því að jarðskjálftahrinan hófst aðfararnótt laugardagsins 16. ágúst (skjálftagögn af vef Veðurstofu íslands).Atburðir undanfarinna vikna í Öskju og Bárðarbungu minna okkur á hvað náttúran er kvik og óútreiknanleg og hve nauðsynlegt er að kanna hana eins vel og tök eru á til þess að geta betur brugðist við náttúruvá af ýmsu tagi. Lesa meira.